Stoppaðu við í Múlakoti. Við bjóðum þér að koma í hesthúsið til okkar þar sem þaulvanur hestamaður segir frá íslenska hestinum, umgengni við hann, hvernig hann var notaður til sveita. Auk þess fræðsla um fjölbreytileika gangtegunda hestsins og flóru lita sem þetta einstaka hrossakyn hefur. Gott tækifæri til að taka ljósmyndir af sér með hestinum í haga eða á húsi – í hans umhverfi.

Lengd er 1 klst.