The River Red

We start from the Horse Center in Múlakot. Ride around the countryside in beautiful surroundings. We stop at Rauðá (River Red), which flows down from the highlands at Síða in Skaftárhreppur. Tour Includes coffee and Kleinur in a comfortable environment after the ride.

TIME APROX 1. HOUR

PRICE8800ISK pr.pr. Limit 10 persons
  • The age limit is 8 years. Minimum number 2 persons
  • Horses suitable for everyone

Family Horse riding

A fun horseride for the whole family where the emphasis is on the children getting to know the Icelandic horse, his good temperament and advantages. Before going riding, we groom the horses and get to know them better.

TIME APROX 1. HOUR

PRICE6300ISK pr.pr. Maximum number is 10
  • Length is 1 hour. The duration of the ride is 1/2 hour. Light refreshments included for children and adults
  • Horses suitable for everyone

Meet the horse

Stop at the Horse Center Múlakot. We invite you to come to our stable where an experienced horseman tells about the Icelandic horse, and how it was used in the countryside in the old day’s. In addition, education about the diversity of the horse’s gaits and the diversity of colours that this unique breed of horse has. A good opportunity to take photos of yourself with the horse in its natural surroundings.

TIME APROX 1. HOUR

PRICE3900ISK pr.pr. Maximum number is 10
  • 1 HOUR

HESTALEIGA OG SKIPULAGÐIR REIÐTÚRAR FYRIR ALLA

Sveitin og Rauðá

Lagt er af stað frá hestamiðstöðinni í Múlakoti. Riðið um sveitina í fallegu umhverfi. Stoppað er við Rauðá sem rennur ofan af hálendinu við Síðu í Skaftárhreppi. Innifalið er kaffi eða kakó með kleinum í þægilegu umhverfi eftir reiðtúrinn.

TÍMI 1. KLST

Verð8800ISK á mann. Hámark í ferð 10
  • Aldurstakmark er 8 ár. Börn eldri en 14 ára þurfa skriflegt leyfi frá foreldrum. Lágmarksfjöldi 2
  • Hestar við allra hæfi

Fjölskyldureiðtúr

Skemmtilegur reiðtúr fyrir alla fjölskylduna þar sem að áherslan er lögð á að börnin fái að kynnast íslenska hestinum, góðu geðslagi hans og kostum. Áður en farið er á bak lofum við börnunum að kemba hestinum, gefa honum tuggu, og kynnast honum betur.

TÍMI 1. KLST

Verð6300ISK á mann. Hámark í ferð 10
  • Lengd er 1 klst. Lengd reiðtúrs er 1/2 klst. Léttar veitingar innifaldar fyrir börn og fullorðna
  • Hestar við allra hæfi

Hittu hestinn

Stoppaðu við í Múlakoti. Við bjóðum þér að koma í hesthúsið til okkar þar sem þaulvanur hestamaður segir frá íslenska hestinum, umgengni við hann, hvernig hann var notaður til sveita. Auk þess fræðsla um fjölbreytileika gangtegunda hestsins og flóru lita sem þetta einstaka hrossakyn hefur. Gott tækifæri að taka ljósmyndir með sér og hestinum í haga eða á húsi – í hans umhverfi.

TÍMI 1. KLST

Verð3900ISK á mann. Hámark í ferð 10
  • Lengd er 1 klst.

SÉRSNIÐNAR HESTAFERÐIR FYRIR HÓPA

Kynnstu héraðinu á hestbaki með leiðsögumanni. Við erum með góða hesta við allra hæfi.

Má þar nefna einstaka náttúrufegurð Skaftár og sandana meðfram henni þar sem í renna tærar bergvatnsár. Einnig Lómagnúp í allri sinni dýrð og þar eru fallegir staðir til að ljósmynda. Núpstaðaskógur er einstakur birkiskógur í jöklaríki. Ferðin þangað inneftir er bæði einstök á hesti. Mikil nánd skapast við krafta náttúrunnar um leið fegurð staðarins. Mikið ævintýri það.

Riðið er eftir óskum en aldrei svo að það bitni á hrossum og knöpum. Á áningarstöðum er stoppað, spjallað, hestunum brynnt og fræðst um það sem fyrir augu ber. Saga héraðsins er rík, bæði hvað varðar menningu og náttúru.

Af nægu er að taka fyrir þá sem vilja forvitnast um þetta fallega hérað – Síðu.

Ferðast er á góðum hestum, öruggum og vönum mismunandi knöpum. Leiðsögumenn halda vel utan um hópinn svo hver og einn fái að njóta sín til fullnustu í ferðinni.

Við skipuleggjum ferðina með leiðsögn um svæðin sem óskað er eftir að ferðast um.

Hafið samband til að fá frekari upplýsingar um verð og fyrirkomulag á netfangið booking@horgslandhorses.is

  • Lágmark eru 6 knapar í ferð

  • Innifalið eru hestar, gisting, matur og trúss

  • Leiðsögn með knapa menntuðum frá Leiðsöguskólanum